4 ára tók á móti systkini sínu í heiminn

Litla stúlkan fékk að hjálpa bróður sínum í heiminn.
Litla stúlkan fékk að hjálpa bróður sínum í heiminn. Skjáskot/Instagram

4 ára dóttir konu í Bretlandi aðstoðaði mömmu sína við að koma bróður sínum í heiminn. Sú stutta fékk að vera með í uppblásnu sundlauginni og tók í hendur bróður síns þegar hann kom út. 

April Wild og eiginmaður hennar eignuðust sitt þriðja barn í apríl síðastliðnum. April hafði átt fyrsta barn þeirra á sjúkrahúsi og annað barnið átti hún heima. Í þetta skiptið vildi hún eiga rólega fæðingu heima fyrir ásamt fjölskyldu sinni, fæðingar-doulu og ljósmyndara. Hún deildi sögu sinni með The Huffington Post á dögunum þar sem hún sagði meðal annars frá hlutverki dóttur sinnar í fæðingunni. 

Dóttir hennar var mjög áhugasöm um fæðinguna og hermdi eftir móður sinni á meðan hríðirnar stóðu yfir. April fæddi svo soninn Grayson í uppblásinni sundlaug í stofunni og klæddi dóttirin sig í sundbol og fór ofan í laugina með móður sinni.

Myndirnar af fæðingunni eru hreint út sagt ótrúlega fallegar þar sem má sjá alla fjölskylduna saman og litlu stúlkuna taka á móti bróður sínum í heiminn. 

Úr fæðingunni.
Úr fæðingunni. Skjáskot/Instagram

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu