Lítil stelpa setti út á Melaniu Trump

Melania Trump hitti skólakrakka í Lundúnum.
Melania Trump hitti skólakrakka í Lundúnum. AFP

Börn eru þekkt fyrir að segja segja sannleikann og það gerðu níu og tíu ára gamlar enskar stúlkur eftir að forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, hjálpaði þeim að pakka inn gjöfum í Norður-Lundúnum á dögunum. Stúlkurnar báru forsetafrúnni vel söguna að því er fram kemur á vef Daily Mail þó svo að förðunarstíll hennar hafi fengið að finna fyrir því. 

„Ég verð að vera að vera hreinskilin og segja að hún var of mikið förðuð. Það gerði það að verkum að hún leit út fyrir að vera sorgmædd en hún var í rauninni mjög glöð,“ sagði níu ára gömul stúlka. 

Tíu ára gömul stúlka sagði að skólafélagar sínir hefðu búist við því að frú Trump yrði fúllynd en annað kom á daginn. Melania Trump kom á óvart og var að sögn stúlkunnar mjög indæl. 

Of mikill farði?
Of mikill farði? AFP
Melania var glöð en ekki fúl.
Melania var glöð en ekki fúl. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert