Segir konur meira en útungunarvélar

Taylor Swift.
Taylor Swift. AFP

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur ekki verið feimin að tala um þann félagslega þrýsting sem settur er á konur að eignast börn eins fljótt og auðið er. 

„Við erum meira en útungunarvélar,“ sagði Swift í viðtali. Fyrr á þessu ári svaraði Swift spurningunni, um hvort hún sæi fyrir sér að eignast börn á næstunni, ansi snaggaralega. Swift var stödd á blaðamannafundi og spurði blaðamaðurinn spurningarinnar í ljósi þess að hún væri að verða þrítug. „Ég held að karlar séu aldrei spurðir að þessu þegar þeir verða 30 ára. Þannig að ég ætla ekki að svara þessari spurningu,“ sagði Swift.  

Swift er ein af fjórum konum sem tímaritið People valdi sem fólk ársins og prýðir desemberforsíðu tímaritsins. 

Hún segir að konur verði að standa upp fyrir sjálfum sér og segja að þessi spurning sé óviðeigandi í öllum félagslegum aðstæðum. Ef konur geri það fari fólk að átta sig betur á því að þessi spurning sé ókurteiis og ekki viðeigandi að spyrja konur um leið og þær verða 25 ára eða eldri hvort þær ætli ekki að fara að eignast börn. 

Hún bætti við að það gæti tekið tíma fyrir fólk að átta sig á þessu. „Það er jákvætt að við megum segja „hey bara svo þú vitir það, við erum meira en útungunarvélar“,“ sagði Swift. 

„Þú þarft ekki að spyrja nokkurn þessarar spurningar bara af því viðkomandi er á þrítugsaldrinum og kvenkyns,“ sagði Swift.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert