Konunglegt barn á leiðinni eftir langa bið

Guillaume krónprins og Stephanie greifynja eiga von á barni.
Guillaume krónprins og Stephanie greifynja eiga von á barni.

Guillaume krónprins, elsti son­ur stór­her­tog­ans af Lúx­em­borg, og eiginkona hans, belgíska greifynjan Stephanie, eiga von á sínu fyrsta barni. Von er á barninu í maí að því fram kemur í tilkynningu frá höllinni. 

Barnið verður fyrsta barn hjónanna sem eru 38 ára og 35 ára. Hjónin giftu sig í Lúxemborg árið 2012 og hefur verið beðið eftir erfingja með mikilli eftirvæntingu. Guillaume mun erfa stórhertogatitilinn af föður sínum sem er mjög ánægður með fréttirnar sem og aðrir í fjölskyldunni. 

Grunur lék á að greifynjan væri ólétt árið 2016 en hún svaraði því í frönsku tímariti að því fram kemur á vef Hello. „Ég er ekki að plana að verða móðir. Eins og er er ég að njóta tímans með eiginmanni mínum,“ sagði hin verðandi móðir fyrir nokkrum árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert