Beyoncé kynferðislega áreitt sem unglingur?

Beyoncé hefur ekki tjáð sig um meinta kynferðislega misnotkun sem …
Beyoncé hefur ekki tjáð sig um meinta kynferðislega misnotkun sem hún á að hafa lent í sextán ára að aldri. mbl.is/AFP

Mathew Knowles, faðir poppstjörnunnar Beyoncé, segist sjá eftir mörgum af ákvörðunum sínum frá því hún var unglingur. E-News fjallar um málið og meinta kynferðislega áreitni sem hún og Kelly Rowland lentu í á Destiny´s Child-árum sínum. 

Knowles segir að stúlkurnar hafi einungis verið sextán ára að aldri þegar tveir af liðsmönnum strákabandsins Jagged Edge hafi áreitt þær. Ungu mennirnir hafa ekki verið nafngreindir en eru sagðir hafa verið eldri en tvítugir að aldri þegar atvikið átti sér stað. 

Faðir stórstjörnunnar segist ekki geta talað um það í viðtalinu hvernig hann bregðist við þegar hann heyrir að karlmenn séu að áreita dóttur hans með þessum hætti. 

Engar tilkynningar hafa borist fjölmiðlum frá Beyoncé sjálfri. Viðtalið við Mathew Knowles var tekið vegna útgáfu bókar hans nýverið. 

Mathew Knowles segist sjá eftir mörgum hlutum þegar kemur að …
Mathew Knowles segist sjá eftir mörgum hlutum þegar kemur að æsku dóttur hans. mbl.is/AFP
mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu