Verður skilnaðarbarn 32 ára

Elizabeth Smart er orðin skilnaðarbarn.
Elizabeth Smart er orðin skilnaðarbarn. Skjáskot/Instagram

Hin bandaríska Elizabeth Smart er nú orðin skilnaðarbarn 32 ára að aldri. Foreldrar hennar, Ed og Louis, höfðu verið gift í 34 ár en eru nú löglega skilin. Ástæðan er sú að faðir hennar er samkynhneigður.

Smart er þekkt fyrir þær sakir að henni var rænt af heimili sínu í Salt Lake City í Bandaríkjunum þegar hún var aðeins 14 ára gömul. Hún var í haldi mannræningja í 9 mánuði en fannst að lokum heil á húfi og mannræninginn var handtekinn. 

Smart var rænt frá heim­ili sínu í Salt Lake City um miðja nótt í júní 2002, meðan for­eldr­arn­ir og fjór­ir bræður henn­ar sváfu. Maður réðst inn í her­bergi henn­ar með vopn og tók hana á brott með sér. Syst­ir henn­ar, sem var í sama her­bergi, varð vitni að rán­inu en lét sem hún væri sof­andi.

Ed tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega á mánudag. Í viðtali við CBS This Morning sagði hann að hann hafi farið til þerapista og kirkjuleiðtoga í þeirri von að þau gætu hjálpað honum með kvíðann yfir kynhneigð hans. 

„Það er engin lækning. Þetta er alls ekki mitt val og ég vildi óska þess að eiginkona mín vissi það. Það er það sem ég óska mest af öllu,“ sagði Ed.

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu