Vilhjálmur og Katrín velja barnvænt jólatré

Vilhjálmur og Katrín eiga þrjú börn.
Vilhjálmur og Katrín eiga þrjú börn. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans, Katrín hertogaynja, eiga þrjú ung börn sem þarf að taka tillit til. Katrín hitti krakka sem voru að velja jólatré fyrir skólastofur sínar á dögunum og sagði starfsmanni að hún sjálf kysi jólatré sem hún þyrfti lítið að hafa fyrir og væri gott á stóru heimili. 

„Hún spurði út í trén, hver þeirra felldu nálar og hver ekki og hver þeirra ilmuðu vel,“ sagði skógarbóndinn Roger Brill að því fram kemur á vef People. „Hún sagðist vanalega vera með normannsþin inni hjá sér þar sem sú tegund fellir ekki nálar.“

Normannsþinur er vinsælasta jólatréð í Evrópu.
Normannsþinur er vinsælasta jólatréð í Evrópu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is