Bannað að ganga með fleiri börn

Kim Kardashian ásamt þremur börnum sínum, North, Saint og Chicago.
Kim Kardashian ásamt þremur börnum sínum, North, Saint og Chicago. Skjáskot/Twitter

Raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian West segir að læknirinn hennar hafi bannað henni að ganga með fleiri börn eftir að sonur hennar og Kanye West, Saint, kom í heiminn. 

Saint er annað barn þeirra hjóna. Kardashian West gekk með hann og eldri dóttur sína North. Yngri tvö börnin komu í heiminn með aðstoð staðgöngumóður sem gekk með þau. 

Það var ekki mögulegt fyrir Kardashian West að ganga með þau þar sem læknirinn leyfði henni ekki að ganga með fleiri börn. Hún varð gríðarlega veik á fyrstu meðgöngunni og fékk meðgöngueitrun. Hennar fyrsta barn, North, kom í heiminn 6 vikum fyrir tímann þar sem hún var orðin svo veik. 

Í kjölfarið skilaði fylgjan sér ekki niður og er það lífshættulegt fyrir nýbakaðar mæður. Í kjölfar fyrstu meðgöngunnar glímdu þau við ófrjósemi og að lokum fóru þau í glasafrjógvun. Önnur meðgangan fór eins og sú fyrsta og þurfti Kardashian West að fara í fimm aðgerðir til að láta laga allan þann skaða sem hún varð fyrir á meðgöngunni og í fæðingunni. 

„Ég spurði læknana mína hvort ég mætti ganga með eitt barn í viðbót og svör þeirra voru að þeir myndu ekki einu sinni koma fósturvísum fyrir í henni þar sem það myndi vera vitavert gáleysi af hálfu þeirra,“ sagði Kardashian West í myndbandi á Instagram. 

Þau áttu tvo fósturvísa eftir þegar Saint var kominn í heiminn og eignuðust tvö börn, Chicago og Psalm, með aðstoð tveggja staðgöngumæðra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert