Myndir þú treysta barninu þínu til að kokka?

Þeir krakkar sem koma á Matarmarkaðinn í Hörpu næstu helgi …
Þeir krakkar sem koma á Matarmarkaðinn í Hörpu næstu helgi fá Krakkar Kokka fjölnota matarpoka og geta tekið þátt í ratleik.

Matís hefur, með stuðningi Matarauðs Íslands hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, hannað nýtt kennsluefni í sjálfbærni fyrir grunnskóla og leikskóla. Verkefnið, sem kallast KRAKKAR KOKKA, byggist á hugmyndinni um skemmtimennt og hefur þann tilgang að efla þekkingu og vitund barna um svæðisbundna íslenska frumframleiðslu matvæla og hina gjöfulu íslensku náttúru og tenginu þessa við fæðuöflun, í gegnum leik og menntun. Þá leggur verkefnið áherslu á umræðu um ábyrga neyslu þar sem virðing er borin fyrir náttúrunni og þeim sem brauðfæða þjóðina, sjálfbærum framleiðsluaðferðum, aðbúnaði dýra og manna og umhverfissjónarmiðum.

KRAKKAR KOKKA er hannað með það að sjónarmiði að grunn- og leikskólar geti á auðveldan og áhrifaríkan hátt í gegnum leik og menntun nýtt verkefnið sem eina leið til að ná þessum markmiðum og stuðla að sjálfbæru og blómstrandi samfélagi um allt land.

Vonir standa til þess að grunn- og leikskólar um land allt taki verkefnið í notkun, en þegar hafa grunnskólar í Skagafirði framkvæmt verkefnið í tilraunaskyni með frábærum árangri og hafa fleiri skólar, m.a. Laugarnesskóli í Reykjavík, bæst í hópinn. Sjá má fyrir sér að KRAKKAR KOKKA geti einnig nýst erlendum skólum, en tenging verkefnisins hefur verið mynduð við Evrópuverkefnið WeValueFood á vegum EIT Food, Evrópustofnunar um fæðu, með áherslu á nýsköpun og sjálfbærni.

Börn í Laugarnesskóla matreiddu og borðuðu egg frá hænum í …
Börn í Laugarnesskóla matreiddu og borðuðu egg frá hænum í Húsdýragarðinum. Eggin voru sett í fallegar körfur handa börnunum að matreiða í skólanum.

Í stuttu máli felst framkvæmd verkefnisins í því að börnin fræðast um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, matarhefðir og auðlindir eigin svæðis. Þá fara börnin í vettvangsferð til hráefnisöflunar í villta náttúruna og/eða til frumframleiðanda (framleiðanda matvæla beint úr auðlindum) á svæðinu. Í framhaldi matreiða börnin úr hráefninu sem sótt var og neyta matarins að lokum. Hluti af verkefninu felst í því að viðkomandi skóli gerir stutt heimildarmyndband um framkvæmd þess, sem aðgengilegt verður öllum til fróðleiks á vefslóð Matís á YouTube. En tilgangur þess er að börn um allt land geti fræðst á lifandi hátt um matarhefðir og auðlindir annarra landshluta með því að horfa á myndbönd annarra skóla. Börnin, með aðstoð kennara eða annarra, eiga þátt í að gera myndböndin sjálf með sínu lagi. Þannig felst hluti af verkefninu í því að börn uppfræða börn í gegnum skemmtimennt á miðli sem börn nýta mikið í dag, um mikilvæg málefni lífs og líðandi stundar nú og til framtíðar. Að verkefninu loknu svara börnin viðhorfskönnun um framgang verkefnisins, þar sem safnað verður upplýsingum um árangur þess.

Krakkar kokka munu taka þátt í Matarmarkaði Íslands í Hörpu dagana 14. og 15. desember. En börnin fá að skreyta og taka þátt í skemmtilegum barnaratleik. Auk þess fá öll börn fjölnota matarpoka merkta nafni verkefnisins. Í pokanum verður ratleikur um íslensk matvæli sem hafa fengið vottun Slow Food-samtakanna. 

View this post on Instagram

Jólamarkaður Matarmarkaðar Íslands verður í Hörpu um næstu helgi, laugardag 14. des og sunnudag 15. des. Matís, Slow Food Reykjavík, Matarauður Íslands og Matarmarkaður Íslands standa saman að skemmtilegum barnaleik á jólamarkaðinum, en börn fá að skreyta og eiga fjölnota taupoka með merki Krakkar kokka, sem er fræðsluverkefni á vegum Matís, styrkt af Matarauði Íslands, hannað fyrir grunnskóla og leikskóla og gengur út á það að börn læri í gegnum fræðslu, leik og matreiðslu um matarauðlindir og frumframleiðslu nærumhverfis síns, sjálfbærni og ábyrga neyslu, í takt við Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna. Öll börn fá poka á meðan birgðir endast, en pokinn inniheldur jafnframt fræðandi ratleik um íslensk matvæli sem hafa fengið vottun Slow Food samtakanna í Íslensku bragðörkina sem telur einungis íslensk matvæli sem hafa sérstöðu hér á landi sökum uppruna og langra framleiðsluhefða. Börn sem taka þátt í ratleiknum skila inn þátttökublaði í lokin og að markaðinum loknum verður eitt barn dregið út og hlýtur það fjölskyldukort í Húsdýragarðinn í vinning, en kortið veitir frían aðgang fyrir tvo fullorðna og allt að fjögur börn í garðinn og öll tæki í heilt ár. Allir eru velkomnir á Jólamarkað Matarmarkaðs Íslands og aðgangur er ókeypis, en fjöldi bænda, frumframleiðenda og annarra framleiðenda kynna og selja vöru sína á markaðinum. Hlökkum til að sjá ykkur ! 🌲🌲 Nánari upplýsingar og verkefnisbækling um verkefnið Krakkar kokka má finna á www.matis.is #matís #matisiceland #slowfoodreykjavik #slowfood #matarauðuríslands #matarmarkaðurislands #krakkarkokka

A post shared by Matís (@matisiceland) on Dec 10, 2019 at 9:46am PST

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu