Voru afbrýðisamar út í stjúpbræður sína

Erin og Sara Foster.
Erin og Sara Foster. AFP

Systurnar Sara og Erin Foster segjast hafa fundið fyrir afbrýðisemi þegar faðir þeirra giftist annarri konu eftir skilnaðinn við móður þeirra og fór að ala upp stjúpbræður þeirra. 

Faðir þeirra, David Foster, og móðir þeirra, Rebecca Dyer, skildu árið 1986. Í kjölfarið giftist David leikkonunni Lindu Thompson og tók við uppeldi sona hennar, Brandon og Brody Jenner, sem Thompson átti með fyrrverandi maka sínum, Caitlyn Jenner. 

„Pabbi okkar var að ala önnur börn. Hann var ekki að ala okkur upp. Hann var að ala upp Brandon og Brody,“ sagði Sara í hlaðvarpsþáttunum Sibling Reverly sem systkinin Oliver og Kate Hudson halda úti. 

„Við vorum að takast á við stormsveip af tilfinningum, að horfa á pabba minn ala upp önnur börn. Það var það sem hélt fyrir mér vöku,“ sagði Sara.

Þær systur bjuggu aldrei hjá föður sínum eftir skilnaðinn en þær voru 3 og 5 ára þegar foreldrar þeirra fóru hvort í sína áttina. Faðir þeirra var efnaðri en móðir þeirra og bjó hann með nýju fjölskyldunni sinni í stóru húsi með sundlaug. 

„Þau áttu svona fjóra bíla,“ sagði Sara við. 

„Þau áttu öðruvísi líf en við. En í okkar heimi sagði fólk að við værum ofdekraðar og forríkar. En við sögðumst ekki eiga heima hjá þeim, við höfðum ekki lykilnúmerið að hliðinu og áttum ekki herbergi þar. Við vorum ekki hluti af þessum heimi,“ sagði Erin. 

„Við vorum alveg með öryggisnet. Pabbi sagði okkur alltaf að við yrðum aldrei heimilislausar eða svangar. En við áttum ekki sparireikninga, við þurftum að vinna fyrir okkur,“ sagði Sara. 

Faðir þeirra og Thompson skildu árið 2005. Hann giftist Yolanda Hadid sex árum seinna en þau skildu fjórum árum eftir það. Hann er nú giftur Katharine McPhee. 

David Foster.
David Foster. AFP
mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu