Varð faðir aðeins 15 ára gamall

Karamo Brown er unglengur í anda og hefur einstakt lag …
Karamo Brown er unglengur í anda og hefur einstakt lag á að ala upp syni sína tvo sem eru stundum taldir bræður hans sökum þess hve aldursmunur þeirra er lítill. mbl.is/AFP

Á vef Parents má lesa um ráðgjafann geðþekka Karamo Brown úr Queer Eye-þáttunum vinsælu. Það sem margir ekki vita um Karamo Brown er að hann eignaðist son sinn aðeins fimmtán ára að aldri. Í raun á Karamo Brown tvo syni. Sjálfur er hann fæddur árið 1980. Hann frétti fyrst af syni sínum Jason árið 2007, þá var hann orðinn tíu ára að aldri. Ári seinna ættleiddi hann hálfbróður Jason, að nafni Chris. Þetta átti sér stað þar sem barnsmóðir hans glímdi við alvarlegan fíknivanda. 

Karamo Brown segir það daglegt brauð að fólk haldi hann vera bróður barna sinna. Enda sé aldursmunurinn á þeim lítill. 

„Mér þykir það ótrúlega fyndið, þótt þeim finnist það kannski ekki. En við notum föt af hver öðrum sem er mjög hentugt og svo gefa þeir mér ráð þegar kemur að klæðaburði,“ segir hann í viðtalinu. 

Karamo Brown notar áhugaverðar leiðir til að ala upp drengina sína en segir þá einnig ala hann upp. Hann segist hafa gert ýmislegt furðulegt í gegnum tíðina þegar kemur að þeim.  Meðal annars hafi hann mætt á stefnumót eins þeirra, þar sem hann vildi vita hvað var í gangi. 

Hann segir ómögulegt að vera fullkomið foreldri, en að hlusta á drengina og að viðurkenna tilfinningar þeirra sé alltaf besta leiðin til að viðhalda góðu sambandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert