Sterkasta par Íslands á von á barni

Ellen Ýr Jónsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson eiga von á …
Ellen Ýr Jónsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson eiga von á barni. mbl.is/Andri Yrkill

Kraftlyftingakappinn Júlí­an J. K. Jó­hanns­son á von á barni með sambýliskonu sinni, Ellen Ýr Jónsdóttur. Ellen stundar einnig kraftlyftingar og eru þau Júlían, sem á heimsmet í sínum þyngdarflokki í réttstöðulyftu, án efa eitt sterkasta par landsins.  

Ellen greindi frá því í síðustu viku að hún væri komin 25 vikur á leið. Hún grínaðist með það á Instagram á dögunum að barnið gæti svo sannarlega klæðst peysu sem á stendur „pabbi minn er sterkari en pabbi þinn“.

Barnavefur Mbl.is óskar parinu til hamingju með væntanlegan erfingja. 

View this post on Instagram

Þessi þrjú eru búin með 23 vikur saman 🥰☺️ #shwbaby #preggopower #camelotpowerhouse #babyJK

A post shared by ellen ýr (@ellenyr) on Nov 29, 2019 at 6:24am PST

mbl.is