Stoltur að sjá soninn verða hún sjálf

Wade ásamt Kaaviu, Zion og eiginkonu sinni Gabrielle Union.
Wade ásamt Kaaviu, Zion og eiginkonu sinni Gabrielle Union. Skjáskot/Instagram

Körfuboltamaðurinn Dwayne Wade segist hafa breyst mikið sem foreldri og manneskja við það að styðja við bakið á barni sínu, Zion Malachi. 

„Ég fylgdist með syni mínum, frá fyrsta degi, verða sú sem hún er í dag,“ sagði Wade í hlaðvarpsþættinum All the Smoke á miðvikudag. 

„Fyrir mig hefur ást mín ekkert breyst. Ekkert breytir skyldum mínum. Þannig að það eina sem ég þarf að gera núna er að verða klárari og læra. Það er mitt hlutverk,“ sagði Wade. 

Hann á einnig dótturina Kaaviu, 1 árs, og synina Xavier, 6 ára og Zaire 17 ára. Zion er 12 ára. 

„Fyrst af öllu ættum við að tala um hugrekki. Tólf ára barnið mitt er miklu hugrakkara en ég. Maður getur lært mikið af börnunum sínum,“ sagði Wade. 

„Við viljum að þau geti verið það sem þau langar til að vera í þessum heimi. Það er okkar markmið. Skilja að þau geta verið hver sem er og hvað sem er,“ sagði Wade.

mbl.is