Barnalán ársins 2019

Viktoría Hermannsdóttir og Sólmundur Hólm eignuðust dótturina Hólmfríði Rósu.
Viktoría Hermannsdóttir og Sólmundur Hólm eignuðust dótturina Hólmfríði Rósu. skjáskot/Instagram

Íslensku stjörnurnar hafa verið duglegar að fjölga sér á þessu ári. Hver óléttu- og fæðingartilkynningin eftir aðra hafa skreytt samfélagsmiðla og einnig síður barnavefjar mbl.is. Þessi íslensku pör eignuðust börn á árinu sem er að líða. 

Sólmundur Hólm og Viktoría Hermannsdóttir

Fjölmiðlafólkið Sólmundur Hólm og Viktoría Hermannsdóttur eignuðust dóttur snemma á þessu ári. Sú stutta fékk nafnið Hólmfríður Rósa. Sóli og Viktoría eiga nú fjögur börn samanlagt og því nóg að gera á stóru heimili. 

Davíð og Jóhanna Guðrún eiga tvö börn en þau giftu …
Davíð og Jóhanna Guðrún eiga tvö börn en þau giftu sig fyrir ári. ljósmynd/Helgi Ómarsson

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson

Söngkonan Jóhanna Guðrún og Davíð eignuðust soninn Jón Geir. Þau áttu eina dóttur fyrir.

Ragnhildur Steinunn og Haukur Ingi ásamt börnum sínum fjórum. Tvíburadrengir …
Ragnhildur Steinunn og Haukur Ingi ásamt börnum sínum fjórum. Tvíburadrengir þeirra fengu nöfnin Tindur og Stormur nýverið. Ljósmynd/Aðsend

Ragnhildur Steinunn og Haukur Ingi Guðnason

Ragnhildur og Haukur eignuðust tvíburadrengina Tind og Storm í mars síðastliðnum. Þau eiga nú fjögur börn, þrjá drengi og eina stúlku.

https://www.mbl.is/born/frettir/2019/03/29/tviburarnir_komnir_i_heiminn/ 

Lísa Hafliðadóttir og Friðrik Dór Jónsson eignuðust dóttur.
Lísa Hafliðadóttir og Friðrik Dór Jónsson eignuðust dóttur. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Friðrik Dór Jónsson og Lísa Hafliðadóttir

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór og eiginkona hans Lísa eignuðust dótturina Úlfhildi í nóvember en fyrir áttu þau dótturina Ásthildi sem er fædd árið 2013.

Þórunn Antonía, Freyja og Arnaldur Þór.
Þórunn Antonía, Freyja og Arnaldur Þór. mbl.is/Hari

Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Kári Viðarsson

Tónlistarkonan Þórunn Antonía og leikarinn Kári Viðarsson eignuðust soninn Arnald Þór hinn 1. ágúst. 

Auðunn Blöndal og Rakel Þormars eignuðust soninn Theodór Sverri Blöndal.
Auðunn Blöndal og Rakel Þormars eignuðust soninn Theodór Sverri Blöndal.

Auðunn Blöndal og Rakel Þormarsdóttir

Sjónvarpsstjarnan Auðunn Blöndal og Rakel Þormarsdóttir eignuðust soninn Theodór Sverri Blöndal.

Ingileif og María Rut eignuðust soninn Rökkva.
Ingileif og María Rut eignuðust soninn Rökkva. skjáskot/Instagram

Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir

Fjölmiðlakonan Ingileif og eiginkona hennar María Rut eignuðust soninn Rökkva í ágúst. 

 https://www.mbl.is/born/frettir/2019/08/15/ingileif_og_maria_eignudust_dreng/

mbl.is