Konunglegu börnin sögð mjög kurteis

Mannasiðir syskinanna eru sagðir til fyrirmyndar.
Mannasiðir syskinanna eru sagðir til fyrirmyndar. AFP

Georg og Karlotta, eldri börn Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju, gengu til kirkju á jóladag með foreldrum sínum og stórfjölskyldu. Eftir athöfnina heilsaði konungsfjölskyldan upp á almenning sem hafði safnast saman á leið þeirra. 

Þetta var í fyrsta skipti sem þau Georg og Karlotta tóku þátt í þessari hefð konungsfjölskyldunnar. Georg er 6 ára en Karlotta 4 ára og eru þau því á svipuðum aldri og pabbi þeirra og föðurbróðir voru þegar þeir gengu fyrst til kirkju, en þeir voru báðir 5 ára. 

Systkinin fengu hæstu einkunn frá því heppna fólki sem þau heilsuðu upp á á jóladag. Í viðtali við Sky New sagði kona, sem gaf Karlottu dúkku, að mannasiðir hennar væru til fyrirmyndar. Um mannasiði Georgs sagði fólkið að þeir væru fullkomnir.

Georg og Karlotta ásamt foreldrum sínum og afa systur fyrir …
Georg og Karlotta ásamt foreldrum sínum og afa systur fyrir utan kirkjuna á jóladag. AFP
Karlotta og Katrin heilsa upp á fólkið.
Karlotta og Katrin heilsa upp á fólkið. AFP
Katrín og Vilhjálmur eiga einstaklega kurteis börn.
Katrín og Vilhjálmur eiga einstaklega kurteis börn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert