Blaðran sprakk í bílnum hjá Steinda og allt misheppnaðist

Steinþór Hróar Steinþórrsson er betur þekktur sem Steindi Jr.
Steinþór Hróar Steinþórrsson er betur þekktur sem Steindi Jr. mbl.is/Eggert

Leikarinn og skemmtikrafturinn Steindi Jr. á von á barni með unnustu sinni, Sigrúnu Sigurðardóttur. Um er að ræða þeirra annað barn. Foreldrarnir ætluðu að eiga notalega stund á aðfangadag og sprengja svokallaða kynjablöðru sem segði til um kyn ófædds barns þeirra. Ekki fór þó allt eins og áætlað var. 

„Fyrir ykkur sem voruð ekki að hlusta á fm95Blö þá set ég smá útskýringu hér með. Á Þorláksmessu fengum við Sigrún að vita kynið á barninu okkar sem er væntanlegt í heiminn í maí. Við fengum miða í umslag upp á kvennadeild Landspítalans og rétt stóðumst freistinguna - að gægjast í umslagið. Sem var ekki létt. Planið var að kaupa blöðru sem við myndum sprengja saman á aðfangadag, sem var nú aðallega gert fyrir 5 ára dóttur okkar. Ég fór seinna um daginn og græja blöðruna og við öll mjög spennt. Á leiðinni heim, aleinn, á rauðu ljósi gerist þetta! Blaðran springur! Það er gjörsamlega sturlað hversu mikið konfettí var í þessari blöðru. Þetta var eins og að vera á Palla balli en bara edrú, í bíl, einn og á Þorláksmessu. Það var allt út í konfettí, meira segja uppi í mér og ofan í naríunum. Fólkið í bílnum við hliðina á mér öskurhlæjandi yfir þessu Þorláksmessuálagi sem var í gangi þarna hjá mér. Sem betur fer erum við fólk sem hefur húmor fyrir þessu en þið sem hafið það ekki, þá mæli ég alls ekki með að taka sénsinn á blöðrunni,“ segir Steindi á Instagram. 

View this post on Instagram

Fyrir ykkur sem voruð ekki að hlusta á fm95Blö þá set ég smá útskýringu hér með. Á þorláksmessu fengum við Sigrún að vita kynið á barninu okkar sem er væntanlegt í heiminn í maí. Við fengum miða í umslag upp á Kvennadeild landspítalans og rétt stóðumst freistinguna við að gægjast ekki í umslagið. Sem var ekki létt. Planið var að kaupa blöðru sem við myndum sprengja saman á aðfangadag, sem var nú aðalega gert fyrir 5 ára dóttir okkar. Ég fer seinna um daginn og græja blöðruna og við öll mjög spennt. Á leiðinni heim, aleinn, á rauðu ljósi þá gerist þetta! Blaðran fkn springur! Það er btw gjörsamlega sturlað hversu mikið konfettí var í þessari blöðru. Þetta var eins og að vera á eh Palla balli en bara edrú, í bíl, einn og á Þorláksmessu. það var allt út í konfettí meira segja upp í mér og ofan í naríunum. Fólkið í bílnum við hliðiná mér öskurhlægjandi yfir þessu þorláksmessu álagi sem var í gangi þarna hjá mér. Sem betur fer erum við fólk sem hefur húmor fyrir þessu en þið sem hafið það ekki, þá mæli ég alls ekki með að taka sénsinn á fkn blöðrunni 😂

A post shared by Steindi Jr. (@steindijr) on Jan 3, 2020 at 8:54am PST

Steindi og Sigrún Sig.
Steindi og Sigrún Sig. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert