Emma úr Friends er vöknuð

Skjáskot/Instagram

Hin 17 ára gamla Noelle Sheldon, sem þekktust er fyrir að fara með hlutverk Emmu í Friends, segist vera vöknuð. 

Sheldon vísar þar í setningu úr þáttunum vinsælu þar sem Chandler Bing, pirraður í eins árs afmæli Emmu litlu, segir að árið sé 2020 og spyr hvort hún sé vöknuð. Foreldrar Emmu í þáttunum, Rachel Green og Ross Geller höfðu beðið alla í afmælinu um að bíða eftir að afmælisbarnið vaknaði úr lúrnum sínum og fór það ekki vel í alla gestina. Þátturinn fór í loftið í október 2003.

View this post on Instagram

omg🤭✨ #decade #ends #friendstvshow

A post shared by Friends (@friends.fanpageee) on Dec 22, 2019 at 4:33am PST

Lítið hefur farið fyrir Noelle Sheldon síðustu ár og hefur hún ekki fengið hlutverk í neinum stórum verkefnum. Hins vegar hefur stilla úr þættinum þar sem Chandler Bing segir orðin frægu gengið um netið á fyrstu dögum nýs árs. 

Sheldon sló því til og birti mynd af sér, „fótósjoppaðri“ inn á kaffihúsið úr þáttunum og skrifaði undir að hún væri vöknuð. Myndin hefur vakið mikla kátínu Friends-aðdáenda víða um heim. 

View this post on Instagram

The one where it all began.... #friends25 ❤️

A post shared by cali (@cali.sheldon) on Sep 22, 2019 at 9:29am PDT

mbl.is