Trúlofuð og ólétt innan við ári eftir skilnað

Michelle Williams á von á barni með nýja manninum.
Michelle Williams á von á barni með nýja manninum. AFP

Leikkonan Michelle Williams er trúlofuð leikstjóranum Thomas Kail auk þess sem þau eiga von á barni að því fram kemur á vef People. Koma fréttirnar á óvart þar sem greint var frá því í apríl að hún og Phil Elverum væru að skilja eftir innan við eins árs hjónaband. 

Williams og Kail eru talin hafa kynnst við tökur á sjónvarpsþáttunum Fosse/Verdon þar sem Kail leikstýrði Williams. Williams hlaut Emmy-verðlaun fyrir leik sinn í þáttaröðinni. Kail hefur einna helst unnið sér það til frægðar að hafa leikstýrt hinum vinsæla söngleik Hamilton. 

Williams sem er 39 ára á eina dóttur fyrir með leikaranum Heath heitnum Led­ger. Hún gekk í hjónaband með tónlistarmanninum Elverum í júlí árið 2018 en það hjónaband entist aðeins í nokkra mánuði. Hún var greinilega fljót að finna ástina aftur. Kail var í sambandi með leikkonunni Angelu Christian þangað til árið 2019. 

Michelle Williams.
Michelle Williams. AFP
mbl.is