Erfiðara að elska stækkandi líkamann

Ashley Graham hélt um kúluna á tískuvikunni í New York …
Ashley Graham hélt um kúluna á tískuvikunni í New York þann 6. september. mbl.is/AFP

Fyrirsætan Ashley Graham sagði í nýlegu viðtali að það yrði æ erfiðara að elska stækkandi líkama sinn. Graham gengur nú með sitt fyrsta barn en settur dagur er nú í janúar. 

„Mér líður eins og við eigum öll flókið samband við líkama okkar,“ sagði fyrirsætan í viðtali við Grazia. „Minn hefur breyst á nýjan og áhugaverðan hátt. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt að elska óléttan líkama minn, en það hefur klárlega minnt mig á hversu magnað fyrirbæri líkaminn er,“ sagði Graham. 

Hún grínaðist með að hún hefði reglulega brotnað saman því hún ætti erfitt með að finna föt sem hún passaði í. „Ég passa ekki í neitt. Ég sendi stílistanum mínum skilaboð, ég þarf að fara í mátun,“ sagði Graham.

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu