Flestir reyna að geta börn rétt eftir áramót

Kannast þú ekki við marga sem eiga afmæli í september? Svo virðist sem að það sé afar vinsælt að geta börn í kringum áramót og dagana eftir áramót. Samkvæmt breskum gögnum fæðast flest börn 26. september að því fram kemur á vef Mirror. 

Full meðganga eru níu mánuðir en frá 2. janúar til 26. september eru 38 vikur. Það hlýtur því að teljast nokkuð líklegt að fólk geti barn sem fæðist í september í kringum áramót. 

Það er ekki bara algengast samkvæmt þessum útreikningum að geta barn í byrjun árs heldur hefur líka verið kannað hvenær dags fólk er líklegast til að stunda kynlíf. Samkvæmt óvísindalegri könnun á mömmusíðu viðurkenndu 71 prósent að stunda kynlíf rétt eftir hálf ellefu á kvöldin eða klukkan 22:36. 

Fólk virðist gera ýmislegt þegar það er að reyna að eignast barn og beitir ýmsum brögðum sem eru ekki endilega vísindalega sönnuð. Með því frumlegasta sem fólk heldur fram að hjálpi að búa til barn er að ganga um í ísköldum nærbuxum og fara ekki úr sokkum á meðan leik stendur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert