Grey's Anatomy-stjarna eignast þriðja barnið

Caterina Scorsone er þriggja barna móðir.
Caterina Scorsone er þriggja barna móðir. AFP

Grey's Anatomy-stjarnan Caterina Scorsone eignaðist sitt þriðja barn á dögunum með eiginmanni sínum Rob Giles. Hin 38 ára gamla leikkona fer með hlutverk Ameliu Shepherd í læknadramanu og var persóna hennar einnig ólétt í nýjustu þáttaröðinni. 

Hjónin eignuðust þriðju dótturina og fékk hún nafnið Arwen. Eldri dætur þeirra eru fæddar árin 2012 og 2016. Ein af dætrum hjónanna er með Downs-heil­kennið. Scor­so­ne er dug­leg að tala fyr­ir hönd for­eldra barna með Downs á sam­fé­lags­miðlum. Á In­sta­gram-síðu sinni tek­ur hún Ísland sem dæmi þar sem leitað er eft­ir heil­kenn­inu og því sé fóstr­inu oft eytt sem hún kall­ar kyn­bótaaðferð.

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu