YouTube-stjarna missti 3 mánaða son sinn

Brittani og Jeff Leach misstu son sinn milli jóla og …
Brittani og Jeff Leach misstu son sinn milli jóla og nýárs. Skjáskot/Instagram

YouTube-stjarnan Brittani Boren Leach og eiginmaður hennar Jeff Leach misstu þriggja mánaða gamlan son sínn, Crew, í lok síðasta árs. 

Brittani sagði frá því á Instagram milli jóla og nýárs að hún hafi háttað son sinn á jóladag. Þegar hún kíkti inn í herbergi stuttu seinna andaði litli drengurinn ekki. Þau fóru með hann á spítala í kjölfarið. Þar var hann settur í öndunarvélar en í ljós kom að hann hafði orðið fyrir gríðarlega miklum skaða. 

Þau tóku því ákvörðun um að taka hann úr sambandi við allar vélar og leyfa honum að deyja. Hann var líffæragjafi og gaf 4 veikum börnum líffæri.

Crew litli var fimmta barn þeirra Leach en fyrir eiga þau eina dóttur og þrjá syni.

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu