Gekk Diaz sjálf með barnið 47 ára?

Cameron Diaz er orðin mamma.
Cameron Diaz er orðin mamma. AFP

Leikkonan Cameron Diaz og rokkarinn Benji Madden eignuðust sitt fyrsta barn um áramótin. Diaz hefur haldið sig fjarri kastljósi fjölmiðla undanfarin ár en þrátt fyrir það spyrja sig sumir að því hvort hún hafi getað haldið óléttunni leyndri. Það er ekki á hverjum degi sem 47 ára gömul kona eignast barn. 

Hjónin tilkynntu um komu dótturinnar Raddix á samfélagsmiðlum um helgina. Tilkynningin er loðin og vilja þau lítið gefa upp. Ekki er óalgengt að eldri mæður í Hollywood nýti sér hjálp staðgöngumæðra. Þegar 47 ára gömul kona gengur með barn er að minnsta kosti ekki ólíklegt að hún hafi fengið gjafaegg. Hjónin gætu einnig hafa ættleitt barn rétt eftir fæðingu. 

Heimildarmaður People nefnir bara að barnið hafi fæðst rétt fyrir áramót en ekki hvort Diaz hafi gengið sjálf með barnið. Á vef The Sun er fjallað um komu barnsins og mynd af Diaz síðan í nóvember birt með. Þar sést ekki móta fyrir óléttukúlu sem er nokkuð óeðlilegt fyrir konu sem er komin sjö mánuði á leið.

Diaz og Madden giftu sig árið 2015 en hún hefur ekki leikið í kvikmynd síðan árið 2014. Eru hjónin sögð hafa reynt að eignast barn lengi og hafa frjósemismeðferðirnar reynt á. 

View this post on Instagram

❤️❤️❤️ @benjaminmadden

A post shared by Cameron Diaz (@camerondiaz) on Jan 3, 2020 at 10:20am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert