Helga og Bragi eignuðust 18 marka son

Helga Arnardóttir fjölmiðlakona og Bragi Þór Hinriksson leikstjóri eignuðust son 2. janúar. Sonurinn var engin písl heldur 18 merkur. Saman unnu þau þættina Lifum lengur, sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans Premium á síðasta ári.

„Þessi dásamlegi drengur og óskabarn kom í heiminn síðastliðinn fimmtudag á þeirri fallegu dagsetningu 🌟02.01.20.🌟 Móðirin átti yndislega þriggja tíma fæðingu með aðstoð ótrúlegrar ljósmóður á fæðingardeild LSH sem gerði þessa upplifun ógleymanlega. Hann var 18 merkur og 56 cm og dafnar vel. Foreldrarnir eru í skýjunum yfir þessum gullmola sem virðist skælbrosandi á myndinni yfir brjóstamjólkinni sem kom loks eftir tveggja daga bið. Þetta lundarfar lýsir honum best ❤️,“ segir Helga á facebooksíðu sinni. 

Barnavefurinn óskar þeim hjartanlega til hamingju með drenginn. 

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu