Katrín vonar að börnin eyði meiri tíma með Archie

Katrín vonar að krakkarnir fái að eyða meiri tíma með …
Katrín vonar að krakkarnir fái að eyða meiri tíma með Archie á nýja árinu. Ljósmynd/Twitter

Katrín hertogaynja af Cambrigde er sögð vona að börnin hennar þrjú, Georg, Karlotta og Lúðivík, fái að eyða meiri tíma með litla frænda sínum Archie á nýju ári. 

Þetta er haft eftir heimildarmanni Us Weekly. Þrátt fyrir að við vitum ekki hversu miklum tíma frændsystkinin eyða saman á bak við luktar dyr hafa þær stundir eflaust verið fáar á árinu sem er að líða. 

Foreldrar Archie, Meghan og Harry, fóru með hann í ferðalag til Suður-Afríku í haust. Suttu seinna fóru þau svo til Bandaríkjanna yfir þakkargjörðarhátíðina og jólunum eyddu þau í Kanada. Litla fjölskyldan hefur ekki tekið þátt í helstu hefðum fjölskyldunnar þess vegna. 

Ekki eru til neinar opinberar myndir af bræðrabörnunum saman.
Ekki eru til neinar opinberar myndir af bræðrabörnunum saman. AFP
mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu