Hanna Rún og Nikita eignuðust dóttur

Lítil stúlka hefur bæst í fjölskylduna.
Lítil stúlka hefur bæst í fjölskylduna. Skjáskot/Instagram

Dansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir og eiginmaður hennar Nikita Bazev eignuðust dóttur í gær. Þetta er annað barn þeirra hjóna en fyrir eiga þau soninn Vladimir Óla. 

Settur dagur var 30. desember og gekk því Hanna viku fram yfir settan dag. Hanna tilkynnti um fæðingu dóttur sinnar á Instagram í gærkvöldi. Stóri bróðirinn Vladimir hafði verið mjög spenntur fyrir litlu systur sinni og gleðin leyndi sér ekki á myndbandi sem Hanna setti inn í gærkvöldi.

Barnavefur mbl.is óskar fjölskyldunni innilega til hamingju!

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu