45 ára og ólétt af sínu fyrsta barni

Chloë Sevigny í byrjun desember. Það glitti í kúluna undir …
Chloë Sevigny í byrjun desember. Það glitti í kúluna undir víðum kjólnum. AFP

Leikkonan Chloë Sevigny á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Sinisa Mackovic. Sevigny er sögð vera komin fimm mánuði á leið að því fram kemur á vef TMZ. 

Sevigny varð 45 ára í nóvember en ekki er óalgegnt að konur í Hollywood eignist sín fyrstu börn vel eftir fertugt. Leikkonan Cameron Diaz eignaðist sitt fyrsta barn 47 ára að aldri rétt fyrir áramót og söngkonan Janet Jackson fæddi barn þegar hún var fimmtug fyrir þremur árum. 

Sevigny og Mackovic virðast vera hæstánægð með væntanlegan frumburð og sáust þau kyssast úti á götu í New York í byrjun árs. Væntanlegir foreldrar héldust í hendur og strauk Mackovic bumbu Sevigny. 

Chloe Sevigny.
Chloe Sevigny. AFP
mbl.is