Býr sig undir að nýja barnið muni gráta mikið

Everly dóttir Jennu Dewan tekur nýja hlutverkinu mjög alvarlega.
Everly dóttir Jennu Dewan tekur nýja hlutverkinu mjög alvarlega. AFP

Hin 6 ára gamla Everly sagði móður sinni Jennu Dewan að hún væri búin að búa sig undir að væntanlegt systkini hennar myndi vera alltaf grátandi. 

Dewan á von á sínu öðru barni með kærasta sínum Steve Kazee. Everly á hún úr fyrra hjónabandi sínu með leikaranum Channing Tatum. 

Everly litla er mjög spennt að verða stóra systir og tekur undirbúninginn greinilega alvarlega. Dewan sagði frá því á blaðamannafundi á þriðjudag að sú stutta gerði ráð fyrir að nýja barnið myndi vera alltaf grátandi. 

„Það var svo fullorðinslegt og hún spurði mig ef barnið myndi gráta á nóttunni hvort hún mætti fara fram úr og syngja fyrir barnið. Mér fannst það svo sætt,“ bætti Dewan við. 

Dewan sagði Everly ekki bara vera spennta heldur sagði hún hana nógu gamla til þess að skilja að hún fái meira ábyrgð og nýtt hlutverk sem stóra systir. „Hún tekur það mjög alvarlega,“ sagði Dewan.

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu