Er Elon Musk að verða faðir enn á ný?

Myndin eftir að Grimes tók út geirvörtur sínar.
Myndin eftir að Grimes tók út geirvörtur sínar. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Grimes tilkynnti í gærkvöldi að hún ætti von á sínu fyrsta barni í heldur óhefðbundinni tilkynningu á Instagram.

Grimes greinir ekki frá því hver barnsfaðir hennar sé en líklegt þykir að það sé athafnamaðurinn Elon Musk. Hann er síðasti karlmaður sem er vitað að Grimes hefur verið í sambandi með. Þau mættu saman á Met Gala árið 2018 en ekki er þó víst að þau séu enn saman í dag. Þau sáust þó saman 14. desember síðastliðinn.

Musk á sex börn fyrir með fyrrverandi eiginkonu sinni Justine Wilson.

Grimes birti upphaflega nektarmynd af sér þar sem sást í geirvörtur hennar og kvið. Hún skrifaði ekkert þess efnis að hún væri ólétt undir myndina. 

Myndin var hins vegar tekin út vegna þess að geirvörtur kvenna eru almennt ekki leyfðar á myndaforritinu. Grimes lagaði þá myndina til svo að geirvörtur hennar væru ekki sjáanlegar. Í athugasemdakerfinu opnaði hún sig svo um óléttuna við aðdáendur. 

Hún sagði meðgönguna vera dýrslegt og stríðslegt ástand. Hún bætti við að vinir hennar hefðu sagt henni að birta myndina ekki en að hún hafi samt ákveðið að birta hana.

Grimes greinir ekki frá því hver barnsfaðir hennar sé en líklegt þykir að það sé athafnamaðurinn Elon Musk. Hann er síðasti karlmaður sem er vitað að Grimes hafi verið í sambandi með. Þau mættu saman á Met Gala árið 2018 en ekki er þó víst að þau séu enn saman í dag.

View this post on Instagram

Censored for insta haha - almost got away w it 😮

A post shared by Grimes (@grimes) on Jan 8, 2020 at 3:42pm PST

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu