Talar aldrei um börnin opinberlega

Börnin fengu engar þakkir á Golden Globe-verðlaunahátíðinni.
Börnin fengu engar þakkir á Golden Globe-verðlaunahátíðinni. AFP

Leikarinn Brad Pitt talar aldrei um börnin sín opinberlega. Hann vann til verðlauna fyrir hlutverk sitt í Once Upon a Time... in Hollywood á Golden Globe-verðlaunahátíðinni nýverið og minntist ekki á börnin sín í þakkarræðunni. 

Pitt er sagður hafa haldið þessari línu síðan hann varð faðir og aldrei notað börnin til að fá umfjöllun um sig. Eins vill hann ekki draga óþarfa athygli að þeim og virða friðhelgi einkalífs þeirra. 

Pitt á sex börn með fyrrverandi eiginkonu sinni Angelinu Jolie. Í þakkarræðunni um helgina þakkaði hann leikstjóranum Quentin Tarantino, mótleikara sínum Leonardo DiCaprio og foreldrum sínum fyrir. 

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu