Eignaðist barnið með hjálp staðgöngumóður

Cameron Diaz er orðin móðir.
Cameron Diaz er orðin móðir. AFP

Leikkonan Cameron Diaz og rokkarinn Benji Madden nýttu sér staðgöngumóður til að eignast barn. Heimildarmaður Us Weekly greinir frá þessu eftir að fólk efaðist um að Diaz hefði sjálf fætt dóttur sína stuttu fyrir áramót 47 ára gömul. 

Eru þau Diaz og Madden sögð hafa reynt að eignast barn síðan þau giftu sig árið 2015. Diaz hefur ekki leikið í kvikmynd síðan þau giftu sig og hefur viljað einbeita sér að fjölskyldulífinu. 

„Þau gengu í gegnum svo mikið til að komast á þennan stað,“ sagði heimildarmaður. „Cameron líður eins og barnið sé sannarlega kraftaverk.“

Áður en Diaz og Madden greindu frá því að þau hefðu eignast barn greindi heimildarmaður frá því hversu erfitt hefði verið fyrir hjónin að reyna að eignast barn. Höfðu þau reynt tæknifrjóvganir, nýtt sér nálastungumeðferðir og tekið inn bætiefni. 

„Þau vita ekki alveg hvernig þetta verður, hvort það verði á náttúrulegan hátt, ættleiðing eða með staðgöngumóður. Þau ætla ekki að gefast upp. Þetta hefur verið tilfinningalegur rússíbani en að sama skapi trúa þau á hamingjusöm endalok,“ sagði heimildarmaður Us Weekly fyrir tveimur árum. 

Benji Madden og Cameron Diaz eru komin heim úr brúðkaupsferðinni.
Benji Madden og Cameron Diaz eru komin heim úr brúðkaupsferðinni. Samsett mynd /AFP
mbl.is