Segir barnsmóðurina eyða 70 þúsund í áfengi á dag

Rob Kardashian og Blac Chyna eiga dótturina Dream.
Rob Kardashian og Blac Chyna eiga dótturina Dream. Skjáskot/Intouch Weekly

Rob Kardashian, bróðir þeirra Kardashian- og Jenner-systra, hefur farið fram á fullt forræði yfir dóttur sinni Dream. Hann segir barnsmóður sína, Blac Chyna, eyða 600 Bandaríkjadölum eða 73 þúsund krónum á dag í áfengi. 

Kardashian og Chyna hafa deilt forræði yfir 3 ára dóttur sinni á síðustu árum. Nú hefur hann fengið sig fullsaddan af partýstandi Chyna og vill fullt forræði. Í málsgögnum sem TMZ hefur komist yfir segir Kardashian að Chyna haldi oft stór og mikil partý þegar litla stúlkan er hjá henni. Hann segir hana nota kókaín og eyða allt að 600 Bandaríkjadölum í áfengi á dag.

Hann segir að partýstandið hafi smitast yfir á dótturina sem sé farin að segja ljót orð og beita ofbeldi gegn öðrum börnum.

Kardashian og Chyna hafa allt frá því að þau hættu saman átt í harkalegri forræðisdeilu yfir dóttur sinni og ekki sér fyrir endann á þeirri deilu í bráð.

mbl.is