4 ára með Downs-heilkenni slær í gegn á tískupallinum

Hin 4 ára Francesca Rausi fangaði hugi og hjörtu á …
Hin 4 ára Francesca Rausi fangaði hugi og hjörtu á tískusýningunni. skjáskot/Instagram

Hin fjögurra ára Francesca Rausi var heldur betur aðalstjarnan á sýningarpallinum í Möltu síðastliðið haust. 

Rausi litla, sem er með Downs-heilkenni, gekk á tískupallinum ásamt fjölda annarra fyrirsæta sem allar eru mörgum árum eldri en hún. Þetta var tískusýningin Fashion Show Unici sem leggur áherslur á að fá einstakar fyrirsætur til að ganga á pallinum. 

Þar gekk Rausi litla ásamt hinni 24 ára gömlu Madeleine Stuart sem einnig er með Downs-heilkenni. 

Móðir Rausi sagði í viðtali við Metro UK að sú stutta hefði gegnt fyrirsætustörfum frá unga aldri. „Hún elskar það og hún var fyrsta barnið á Möltu sem tók þátt í fyrirsætukeppni og vann í yngsta flokki,“ sagði móðirin stolt. 

mbl.is