Sasha Obama ekki gengin í systrafélag

Sasha Obama stendur á milli foreldra sinna.
Sasha Obama stendur á milli foreldra sinna. Skjáskot/Instagram

Sasha Obama, yngri dóttir Barack og Michelle Obama, hefur ekki enn gengið í systrafélag (e. sorority house) í háskólanum sínum þrátt fyrir að vera vinsælasta stúlkan í skólanum. 

Hin átján ára gamla Sasha hóf háskólagöngu sína í Háskólanum í Michigan síðastliðið haust og ólíkt mörgum öðrum hefur hún ekki enn gengið í systrafélag. Það er ekki nauðsyn fyrir nemendur að ganga í slíkt og margir sem sleppa því alfarið. 

Nemendur sem hafa áhuga á að ganga í systrafélag innan skólans þurfa að sækja um inngöngu innan ákveðins tímaramma og samkvæmt TMZ sótti Sasha ekki um.

Móðir hennar, Michelle, var ekki í systrafélagi þegar hún var í Princeton og systir hennar Malia er ekki heldur í systrafélagi en hún lærir við hinn virta Harvard-skóla. 

Sasha var orðuð við systrafélagið Alpha Chi Omega (AOX) en hún dvaldi á vegum þess þegar hún fór að skoða háskólann áður en hún hóf nám. 

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu