Barnið komið í heiminn eftir líflátshótanir

Jamie Vardy og eiginkona hans Re­bekah Vardy eignuðust barn í …
Jamie Vardy og eiginkona hans Re­bekah Vardy eignuðust barn í lok síðasta árs. Skjáskot/Instagram

Fótboltakappinn Jamie Vardy og eiginkona hans Re­bekah Vardy eignuðust dóttur í lok desember að því er hjónin greina frá í viðtali við Hello!. Meðgangan var stormasöm hjá frú Vardy en hún átti í opinberu fjölmiðlastríði við fótboltafrúna Coleen Rooney. 

Er þetta þriðja barn hjónanna saman en þau kynntust árið 2014 og gengu í hjónband tveimur árum síðar. Fyrir átti frú Vardy tvö börn en fótboltakappinn eitt barn. Hjálpuðu systkinin að velja nafn á stúlkuna en hún fékk nafnið Olivia Grace. 

Í október sakaði fótboltafrúin Coleen Rooney frú Vardy um að leka lygasögum um hana í breska götublaðið The Sun. 

„Mér hef­ur verið sagt að ég ætti að deyja, að börn mín ættu að deyja, að ófætt barn mitt ætti að deyja,“ sagði frú Vardy í kjölfarið. 

Lítið hefur heyrst í frú Vardy síðan í haust og hefur hún greinilega einbeitt sér að því að koma barni sínu óhultu í heiminn. 

View this post on Instagram

Here she is, our little princess Olivia Grace 💕@beckyvardy

A post shared by Jamie Vardy (@vardy7) on Jan 12, 2020 at 10:39am PST

mbl.is