Guðjón Valur með húðflúr af fjölskyldunni

Guðjón Valur Sigurðsson er með húðflúr af fjölskyldunni.
Guðjón Valur Sigurðsson er með húðflúr af fjölskyldunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska landsliðshetjan Guðjón Valur Sigurðsson er ekki bara handboltahetja heldur einnig mikill fjölskyldumaður. Húðflúr sem Guðjón Valur er með á hægri hendi hefur vakið athygli á Evrópumótinu en húðflúrið sýnir hann og fjölskyldu hans. 

Á húðflúrinu má sjá fimm manna fjölskyldu en Guðjón Valur á þrjú börn með eiginkonu sinni, Guðbjörgu Þóru Þorsteinsdóttur. Er fjölskyldan teiknuð í anda Óla priks. Ein mamma, einn pabbi, tvær dætur sem eru aðeins yngri og svo einn strákur í miðjunni.

„Fjölskylda,“ skrifaði Guðjón Valur þegar hann birti mynd af húðflúrinu síðasta vor á Instagram. Svo virðist sem allir í fjölskyldunni hafi fengið sér eins húðflúr nema sá yngsti. 

View this post on Instagram

Family👴🏼👵🏻👱🏻‍♀️👱🏻‍♀️👦🏼❤️ #familytattoo

A post shared by Gudjon Valur Sigurdsson (@gudjonvalur9) on May 15, 2019 at 11:38am PDT

View this post on Instagram

Áfram 🇮🇸 @hsi_iceland @ehfeuro #letsgo

A post shared by Gudjon Valur Sigurdsson (@gudjonvalur9) on Jan 11, 2020 at 2:53am PSTmbl.is