Brjóstagjöfin reyndi mikið á

Kate Upton varð móðir árið 2018.
Kate Upton varð móðir árið 2018. AFP

Ofurfyrirsætan Kate Upton eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember 2018 með eiginmanni sínum, hafnaboltakappanum Justin Verlander. Upton segir í viðtali við Editorialist að líf hennar hafi breyst á ótrúlegan hátt eftir að hún varð móðir. Fyrstu mánuðirnir reyndu þó á. 

Hin eins árs gamla Genevieve eða VeVe eins og Upton kallar hana hefur kennt henni að slaka á. Fyrstu mánuðina eftir fæðingu fann hún fyrir mikilli pressu að gera allt sem búist er við af nýbökuðum mæðrum. 

„Að gera alla þessa hluti eins og að gefa brjóst á ferðinni þegar raunveruleikinn fyrir mig var að brjóstagjöf var að draga frá mér alla orku. Ég áttaði mig á að ég þurfti að slaka á og leyfa líkama mínum að jafna sig,“ segir Upton. 

Margir finna fyrir pressu frá samfélagsmiðlum en Upton hefur reynt að draga úr notkun þeirra síðan hún varð móðir. 

„Ég vil njóta lífsins, njóta fjölskyldu minnar, ekki sífellt vera að reyna að taka hina fullkomnu mynd,“ segir Upton. „Ég held að eiginmaður minn vilji að ég hendi símanum mínum. Við erum alltaf að tala um þetta heima: „Nú skulum við sleppa símanum við kvöldmatinn.“ Við viljum ekki að dóttir okkar haldi að lífið snúist um að vera í símanum.“

View this post on Instagram

My daily motivation to spread positivity & empower one another. ❤️ #ShareStrong

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on Dec 13, 2019 at 10:24am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert