Orðin móðir og stefnir á að vera einhleyp

Söngkonan Sia (t.h.) afhjúpar sjaldan andlit sitt. Hún hefur nú …
Söngkonan Sia (t.h.) afhjúpar sjaldan andlit sitt. Hún hefur nú ættleitt dreng. AFP

Tónlistarkonan Sia sem gerði allt vitlaust með laginu Chandelier fyrir fimm árum er orðin móðir. Sia ljóstraði þessu upp þegar hún ræddi um samstarfsmann sinn Diplo í grein um hann í tímaritinu GQ

Sia sem er orðin 44 ára segist hafa ættleitt son. Ekki kemur fram hvenær það var eða hversu gamall sonur hennar er. Sia virðist hafa ættleitt soninn sem einstæð móðir en hún segist ætla að vera einhleyp að eilífu. 

„Hey taktu eftir. Þú ert einn af fimm sem ég heillast kynferðislega af og nú þegar ég hef ákveðið að vera einhleyp að eilífu og var að ættleiða son hef ég ekki tíma fyrir samband,“ segist Sia hafa sent Diplo. Þó svo hún hafi ekki tíma fyrir samband í móðurhlutverkinu segist hún hafa boðið Diplo að stunda með sér kynlíf. 

Sia hefur með góðum árangri náð að halda einkalífinu út af fyrir sig. Reynir hún til dæmis að halda andliti sínu huldu eins og sést á myndinni hér að ofan. 

Diplo.
Diplo. AFP
mbl.is