Dóttir Önnu Nicole Smith áhugasöm um leiklistina

Dannielynn var aðeins 5 mánaða þegar móðir hennar, Anna Nicole …
Dannielynn var aðeins 5 mánaða þegar móðir hennar, Anna Nicole Smith, lést. FRED PROUSER

Larry Birkhead, barnsfaðir Playboy-stjörnunnar Önnu Nicole smith segir að 13 ára dóttir þeirra Dannielynn sé mjög áhugasöm um skemmtanabransann. 

Birkhead segir að dóttir hans sé orðin mjög áhugasöm um leiklist en hingað til hefur hún reynt fyrir sér sem barnafyrirsæta og í raunveruleikaþáttum. 

„Ég ól hana upp og við sáum Beetlejuice-leikritið, það má segja að hún sé smituð af leiklistarbakteríunni,“ sagði Birkhead í viðtali við UsWeekly á frumsýningu í Los Angeles í vikunni. 

„Hún hefur tekið nokkur námskeið í leiklistarskóla, sem kom mér á óvart, en hún er farin að sýna þessu aðeins áhuga,“ sagði Birkhead.

Hann sagði þó að aðeins tíminn leiði í ljós hvað hin unga Dannielynn muni gera og sagði hana vera týpískan ungling. Hann grínaðist einnig með að hún væri sannfærð um að hún myndi giftast leikaranum Adam Driver. 

„Hún er mjög reið út í Joaquin Phoenix fyrir að hafa „stolið“ Golden Globe-verðlaununum af Driver og róaði sig niður með því að borða heila súkkulaðiköku á meðan hún horfði á verðlaunahátíðina,“ sagði Birkhead.

Dannielynn var aðeins 5 mánaða gömul þegar móðir hennar, Anna Nicole Smith, lést úr ofskömmtun fíkniefna. Í kjölfarið hófust mikil málaferli þar sem Birkhead sagðist vera faðir hennar. Úr því var skorið með DNA-prófi og hefur hann haldið forræði yfir dóttur sinni síðan.

Anna Nicole Smith ásamt Dannielynn og Howard Stern, sem var …
Anna Nicole Smith ásamt Dannielynn og Howard Stern, sem var þá skráður faðir hennar. Annað kom hins vegar á daginn og er Larry Birkhead faðir hennar.
mbl.is