Modern Family-stjarna á von á barni

Jesse Tyler Ferguson og Justin Mikita.
Jesse Tyler Ferguson og Justin Mikita. AFP

Modern Family-stjarnan Jesse Tyler Ferguson og eiginmaður hans, lögfræðingurinn Justin Mikita, eiga von á barni. Ferguson greindi frá þesus í spjallþætti James Corden í vikunni. Ferguson vildi ekki upplýsa hvort hann vissi kynið en sagði að þetta væri mannvera. 

„Þetta er í rauninni eitthvað sem ég hef ekki sagt neinum frá svo ef þið gætuð haldið þessu fyrir ykkur, þið öll, en ég á von á barni í júlí með eiginmanni mínum,“ sagði Ferguson sem er eðlilega mjög spenntur. 

Ferguson og Mikita gengu í hjónaband í New York árið 2013. Biðin eftir barninu hefur verið löng en árið 2013 greindi Ferguson frá því að hann og eiginmaður hans gætu ekki beðið eftir að stækka fjölskylduna. 

mbl.is