Yngsti sonur Trump orðinn hærri en pabbi hans

Barron ásamt foreldrum sínum Donald og Melaniu Trump.
Barron ásamt foreldrum sínum Donald og Melaniu Trump. AFP

Hinn 13 ári Barron Trump, yngsti sonur Donald Trump, virðist vaxa á ógnarhraða þessa dagana. Á nýlegri mynd af þeim feðgum og móður hans, Melaniu Trump sést hæðarmunurinn glögglega. 

Donald Trump sjálfur er um 190 sentimetrar samkvæmt Wikipediu og af myndunum að dæma er Barron kominn vel yfir það. Bræður Barrons, þeir Donald Trump yngri og Eric Trump eru báðir hávaxnir líka. 

Donald yngri er 185 sentimetrar samkvæmt Wikipediu og Eric er 193 sentimetrar. Systir hans Ivanka er 180 sentímetrar og Tiffany er 173 sentimetrar. Það bendir því ýmislegt til þess að Barron hinn ungi sé orðinn hæstur í fjölskyldunni, þrátt fyrir að vera yngstur.

Langur er hann.
Langur er hann. AFP
mbl.is