Ætlaði að hætta að vinna þegar hún var ólétt

Nicole Kidman íhugaði að hætta að leika.
Nicole Kidman íhugaði að hætta að leika. AFP

Leikkonan Nicole Kidman segir að hana hafi langað til að leggja leiklistarferilinn alfarið á hilluna þegar hún gekk með dóttur sína Sunny. 

Kidman eignaðist Sunny árið 2008 en það var hennar fyrsta og eina barn sem hún gekk sjálf með. Þegar hún var gift leikaranum Tom Crusie á árunum 1990 til 2001 ættleiddu þau Isabellu og Connor. Yngsta barn hennar og tónlistarmannsins Keith Urban er svo Faith sem þau eignuðust með staðgöngumóður. 

Kidman segir að það hafi verið móðir hennar sem fékk hana ofan af því að leggja leiklistarferilinn á hilluna á sínum tíma. „Ég upplifði eiginlega svona meðgöngu-alsælu. „Já þetta er málið, ég ætla að setjast í helgan stein. En þá sagði mamma mér „Ekki gera það. Vertu bara með eina tá í vatninu“,“ sagði Kidman í viðtali.

Hin 52 ára gamla leikkona segist vera ánægð með ákvörðun sína en óskar þess að hafa meiri tíma til þess að sinna fjölskyldunni á sama tíma og hún sinnir ferli sínum. 

„Ég á tvær litlar stelpur og eiginmann sem ég er mjög ástfangin af, svalan og góðan mann, og við eigum sterka og góða fjölskyldu sem krefst mikils tíma. Þannig ég hef ekki tíma til að sinna öllum listrænum ævintýrum mínum eins og mig langar. Ég vil fjölskylduna mína og ég vil jafnvægi,“ sagði Kidman.

Hún segir eiginmann minn, Urban, veita henni það jafnvægi sem hún þarf. „Ég slaka á með því að hugleiða en það sem lætur mér líða best og finnast ég örugg er að vera með Keith. Að eiga maka við hlið þér, einhvern sem þú getur talað við, einhvern sem elskar þig og þú elskar, það jafnar allt út,“ sagði Kidman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert