Fór í augnháralengingar og vax fyrir fæðingu

Baker var mjög ánægð að geta verið með augnháralengingar í …
Baker var mjög ánægð að geta verið með augnháralengingar í fæðingunni. Skjáskot/Instagram

Hin 33 ára gamla Darryl Baker eyddi rúmlega 800 pundum eða um 130 þúsund íslenskum krónum í fegrunarmeðferðir áður en hún eignaðist sitt fyrsta barn í sumar. 

Í pistli á The Sun segir hún að eftir að hún komst að því að hún gæti ekki fætt barn sitt í gegnum fæðingarveginn og þyrfti að fara í keisaraaðgerð ákvað hún að gera sig svakalega fína fyrir fæðinguna. 

Það fyrsta sem hún hugsaði þegar henni voru tjáðar þessar fréttir var:„Jæja, það þýðir alla vega að ég geti fengið mér gerviaugnhár fyrir fæðinguna.“

„Fyrir nokkrum árum fékk systir mín sér augnháralengingar daginn fyrir settan dag. En af því að litla frænka mín ákvað að halda sig inni í 12 daga urðu lengingarnar hennar mjög sjoppulegar,“ skrifar Baker.

„Um leið og ég vissi settan dag gerði ég lista yfir allar þær meðferðir sem mig langaði í og byrjaði að fara í þær. Það kostaði á endanum um 800 pund,“ skrifar Baker.

Hún fór í augnháralengingar, litun og klippingu, plokkun og augabrúnalitun og í brasilískt vax. Síðan bætti hún við tíma í meðgöngunuddi daginn áður en hún fór í keisaraaðgerðina. Kvöldið áður en hún fór upp á spítala bar hún svo á sig brúnkukrem.

View this post on Instagram

The difference a week makes 😊 #NewBaby #NewParents #BackOnTheBooze #vervecliquot

A post shared by Darryl Baker (@darrylhannahx) on Jun 24, 2019 at 1:04pm PDT

Baker fór í augnháralengingar áður en hún eignaðist dóttur sína.
Baker fór í augnháralengingar áður en hún eignaðist dóttur sína. Skjáskot/Instagram
mbl.is