Nöfn konungsbarnanna meðal þeirra vinsælustu í heimi

Georg, Karlotta og Lúðvík eru vinsæl nöfn um heim allan.
Georg, Karlotta og Lúðvík eru vinsæl nöfn um heim allan. Ljósmynd/Twitter

Lúðvík, Karlotta og Georg voru meðal vinsælustu barnanafna í heiminum á síðasta ári samkvæmt nafnasíðunni Nameberry

Nöfnin eru þó vissulega á ensku á lista Nameberry og eru því Louis, Charlotte og George. Stúlkunafnið Mila var það vinsælasta í öllum heiminum og þar á eftir var Amelia. 

Í fimmta sæti er nafnið Victoria (Viktoría), sem á sér líka konunglega sögu og Charlotte (Karlotta) var í sjötta sæti listans. 

Noah, Lucas og Leo eru í efstu sætunum á listanum yfir vinsælustu drengjanöfnin. Louis (Lúðvík) var þar í fimmta sæti og George í 9. sæti. 

Tölurnar eru byggðar á 10 vinsælustu nöfnum í hverju ríki fyrir sig og lögð saman með tilliti til mismunandi stafsetningar á milli menningarheima.

Listi yfir vinsælustu stúlkunöfnin árið 2019

  1. Mila
  2. Amelia
  3. Olivia
  4. Sophie
  5. Isla
  6. Victoria
  7. Charlotte
  8. Emma
  9. Ella
  10. Ava

Listi yfir vinsælustu drengjanöfnin árið 2019

  1. Noah
  2. Lucas
  3. Leo
  4. James
  5. Louis
  6. Liam
  7. Jack
  8. Oliver
  9. George
  10. Mateo
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert