Var í miklu áfalli eftir fæðinguna

Alexis Ohanian var í miklu áfalli eftir fæðinguna.
Alexis Ohanian var í miklu áfalli eftir fæðinguna. AFP

Alexis Ohanian, eiginmaður tennisstjörnunnar Serenu Williams, segir tímann eftir að Williams kom dóttur þeirra í heiminn hafa verið mjög erfðan og hann hafi verið í áfalli.

Dóttir þeirra Williams og Ohanian, Olympia, kom í heiminn í september 2017. Fæðingin var gríðarlega erfið og tók mikið á Williams. Hún endaði á því að Williams þurfti að fara í bráðakeisaraaðgerð og eftir fæðinguna var hún í bráðri lífshættu. 

Í viðtali við The Guardian segir Ohanian að fæðing dóttur þeirra hafi haft mikil áhrif á líf þeirra hjóna. „Ég og eiginkona mín höfum mikið fyrir stafni. Við rekum bæði fyrirtæki, við eigum fjölskyldu og við höfðum það eins gott og nokkur getur haft það þegar nýfætt barn kemur í heiminn. Samt sem áður var þetta gríðarlega erfitt tímabil fyrir okkur,“ sagði Ohanian.

Williams var rúmliggjandi í 6 vikur eftir fæðinguna. Því þurfti Ohanian að sjá alfarið um dóttur sína en fyrir það hafði hann aldrei haldið á barni. 

„Ég lærði að skipta um bleyju og ég lærði að gera alla þessa hluti og kynntist þessari nýju litlu manneskju sem ég bar ábyrgð á,“ sagði Ohanian.

Hann var í þeirri aðstöðu að geta tekið 16 vikna fæðingarorlof eftir fæðingu dóttur sinnar og berst nú fyrir því að feður sem og mæður eigi rétt á fæðingarorlofi. 

„Ég get ekki ímyndað mér að vera í þeirri aðstöðu sem eiginmaður að þurfa að velja á milli eiginkonu minnar og starfsframa míns. Það er ómannlegt val sem er ætlast til af fólki í nútímasamfélagi.“

Serena Williams og Alexis Ohanian.
Serena Williams og Alexis Ohanian. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert