Hætt sem Gurra með 160.000 á tímann

Harley Bird hefur talað fyrir Gurru Grís frá því hún …
Harley Bird hefur talað fyrir Gurru Grís frá því hún var fimm ára að aldri, eða í 13 ár samfleytt. mbl.is/skjáskot Instagram

Leikkonan Harley Bird, sem léð hefur Gurru Grís (e Peppa Pig) rödd sína í þrettán ár, hefur stigið til hliðar. Fundin hefur verið ný leikkona í hlutverkið, hin níu ára gamla Amelie Bea. Þetta kemur fram á vef The Sun

„Að ljá Gurru Grís rödd mína. Fyrst einungis fimm ára að aldri, var upphafið að ótrúlegu ferðalagi í mínu lífi, sem ég mun aldrei gleyma,“ segir Bird í viðtalinu og bætir við að samstarfsfólk hennar hafi orðið sér eins og fjölskylda. 

„Ég hlakka til að þess að hefja nýjan kafla í mínu lífi og óska Amelie Bea velfarnaðar í starfi.“

Bird ku hafa fengið £1,000 í laun á klukkutímann sem samsvarar 160.000 íslenskum krónum. Hún kom fram og tilkynnti þetta í þættinum This Morning á 18 ára afmælisdag sinn. 

View this post on Instagram

Gliding through January like...

A post shared by Peppa Pig (@officialpeppa) on Jan 17, 2020 at 8:16am PST

mbl.is