11 ára gömul dóttir J-Lo átti sviðið

Mæðgurnar Emme Maribel Muñiz og Jennifer Lopez tóku lagið.
Mæðgurnar Emme Maribel Muñiz og Jennifer Lopez tóku lagið. AFP

Hin ellefu ára gamla Emme Maribel Muñiz sló í gegn á hálfleikstónleikum Ofurskálarinnar aðfaranótt mánudags. Það voru hæg heimatökin að fá Muñiz til þess að koma fram enda móðir hennar, söngkonan Jennifer Lopez, aðalnúmerið á tónleikunum.

Unga söngkonan söng lagið Let's Get Loud með móður sinni auk þess sem hún söng hluta úr laginu Born In the USA eftir Bruce Springsteen. Muñiz virðist fara létt með sönginn en hún erfði ekki bara tónlistarhæfileikana frá móður sinni þar sem tónlistarmaðurinn Marc Anthony er faðir söngkonunnar. Hjónin fyrrverandi, Lopez og Anthony, eignuðust tvíburana Emme og Maximilian Muñiz í febrúar 2008 og verða þau 12 ára eftir nokkrar vikur. 

Á myndskeiðinu hér að neðan má sjá Emme Maribel Muñiz byrjar að syngja eftir rúmlega ellefu og hálfa mínútu. 

Muñiz er ekki óvön að koma fram með móður sinni en hún kom fram á tónleikaferðalagi hennar síðasta sumar. Hér fyrir neðan má sjá Muñiz koma fram með móður sinni á tónleikaferðalaginu og tala um sönginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert