Martraðarkenndar skreytingar í afmæli Stormi

Mæðgurnar fyrir utan innganginn, sem er munnurinn á uppblásnu andliti …
Mæðgurnar fyrir utan innganginn, sem er munnurinn á uppblásnu andliti Stormi. skjáskot/Instagram

Stormi Webster, dóttir raunveruleikastjörnunnar Kylie Jenner og rapparans Travis Scott, varð tveggja ára á laugardaginn. Foreldrarnir lögðu allt í sölurnar við að halda risa stóra afmælisveislu þar sem þemað var afmælisbarnið sjálft.

Andlit Stormi var áberandi í skreytingunum þar sem meðal annars var fjöldinn allur af böngsum með andlitinu á  henni, hringekja með andlitinu á henni og uppblásin rennibraut með andlitinu á  henni efst. 

Sem betur fer varð hin unga Stormi aðeins 2 ára gömul og mun því líklegast ekki muna eftir þessari veislu. Skreytingarnar líta út eins og hálfgerð martröð þar sem andlitið á manni er risastórt og uppblásið hvert sem maður lítur.

Uppblásin rennibraut.
Uppblásin rennibraut. skjáskot/Instagram
Stormi, Stormi, Stormi.
Stormi, Stormi, Stormi. skjáskot/Instagram
Púðar með andliti Stormi.
Púðar með andliti Stormi. skjáskot/Instagram
mbl.is