Hætti á getnaðarvörn eftir brúðkaup Sólrúnar

Sólrún Diego og Camilla Rut eru bestu vinkonur og geta …
Sólrún Diego og Camilla Rut eru bestu vinkonur og geta talað um allt milli himins og jarðar. Samsett mynd

Áhrifavaldarnir Camilla Rut og Sólrún Diego töluðu um reynslu sína af fæðingum og því að ganga með barn í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Bara við. Camilla á von á sínu öðru barni með eiginmanni sínum og kom meðal annars í ljós í þættinum að hún ákvað að bíða með að verða ólétt þangað til eftir brúðkaup Sólrúnar vinkonu sinnar í sumar. 

Í þættinum spurði Sólrún Camillu spurninga sem fylgjendur Camillu sendu Camillu eftir að hún greindi frá því að hún ætti von á barni. Greinir hún frá því að hún hafi ákveðið að leyfa sér að taka hressilega á því í brúðkaupi Sólrúnar hinn 17. ágúst en mánudaginn 19. ágúst fór hún til læknis til þess að láta taka lykkjuna út. Barnið kom ekki í fyrstu tilraun á Krít en í annarri tilraun.

Segist Camilla vera afar þakklát fyrir það að það hafi ekki tekið lengri tíma að verða ólétt. Hún hafi upplifað það að læknir sagði henni að það gæti orðið erfitt fyrir hana að ganga með barn. 

Vinkonurnar tala einnig um það sem kom þeim á óvart við fæðingar og segir Sólrún í þættinum að það hafi komið sér á óvart að hún hafi ekki misst vatnið. Hún segir að eldra barn hennar hafi komið í heiminn í sigurkufli. Segir hún það mjög sjaldgæft eitthvað sem hún vissi ekki þegar hún fæddi barnið og lýsir því þannig að belgurinn hafi ekki sprungið. Það kom Sólrúnu einnig á óvart hversu mikla samdrætti hún fékk eftir fæðinguna. Fyrstu nóttina fann hún fyrir mjög miklum verkjum. 

Reynsla Camillu af fæðingu var allt öðruvísi en hún segir meðal annars frá því að hún hafi verið sett af stað og belgurinn sprengdur. 

mbl.is