Einstæð og á von á 4. barninu

Kailyn Lowry á von á sínu fjórða barni.
Kailyn Lowry á von á sínu fjórða barni. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Kailyn Lowry tilkynnti á samfélagsmiðlum að hún ætti von á sínu fjórða barni. Lowry er 27 ára gömul og einstæð og tilgreindi ekki hver væri faðir barnsins. 

Lowry vakti athygli þegar hún var í raunveruleikaþáttunum 16 and Pregnant, þá 17 ára og ólétt. Hún á þrjá barnsfeður, fyrsta son sinn átti hún með fyrrverandi kærasta sínum Jonathan Rivera, annan soninn átti hún með Jaci Marroquin. Þau voru gift á árunum 2012 til 2016. Yngsti sonur hennar er 2 ára og á hún hann með vini sínum Chris Lopez. 

Lowry hefur sagt frá því í viðtölum að hana langaði í fjórða barnið, helst stelpu. Þá sagðist hún vera opin fyrir því að notast við sæðisgjafa því hún nennti ekki veseni með fjórða barnsföðurinn. Það telja því margir að Lowry hafi einmitt fengið gjafasæði til að búa til fjórða barnið sem hún er nú gengin 16 vikur með.

View this post on Instagram

We’re confirming the news, baby #4 is coming soon! 🎉I’m almost 16 weeks pregnant & it’s been a rough few months this time around. I've had nausea, morning sickness, and absolutely no energy. 😭 This week I’m starting to feel a bit better and I'm really hoping it stays this way!🤰🏻@Peanut has been an amazing support for me since I found out I was pregnant again. Going through nausea and morning sickness while trying to keep the news a secret can be quite isolating. There are so many helpful threads on the app from other women who have been through it too. It's always reassuring to know you're not alone. Whether you're already a mom, pregnant, or trying to conceive, I really recommend you join the @peanut community. It's an amazing space to build friendships, find support and learn from other women at a similar stage in life. There's nothing like support from other women to get you through. ❤ #Peanutapp • • • • • 💄: @jessicab_beauty 📷: @jonlloydjr

A post shared by Kailyn Lowry (@kaillowry) on Feb 4, 2020 at 8:43am PST

mbl.is